Japanir kaupa hér fyrir hundruð milljóna í togarana

Japanir í íslenskum togara, f.v. Naohiko Akimoto, Kenji Soejima, Tadatoshi ...
Japanir í íslenskum togara, f.v. Naohiko Akimoto, Kenji Soejima, Tadatoshi Tamura og Keikichi Kawamura. mbl.is/Styrmir Kári

Tugir japanskra manna frá skipasmíða- og sjávarútvegsfyrirtækjum hafa verið á landinu undanfarnar vikur að skoða möguleika á kaupum á hönnun og búnaði í togara sem þeir vilja smíða í Japan að íslenskri fyrirmynd.

Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að þegar er búið að ganga frá kaupum á teikningu á einum slíkum af verkfræðistofunni NAVIS og auk hennar hafa þeir samið við Naust Marine um kaup á vindum í skipið, Hampiðjuna um kaup á trolli og toghlerum, við Marport um kaup á rafeindabúnaði og við Marel um kaup á vinnslubúnaði en samtals eru samningarnir uppá hundruð milljóna króna.

Þegar hinar hrikalegu náttúruhamfarir urðu í Japan í kjölfar jarðskjálftanna og meðfylgjandi flóðbylgju yfir austurströnd landsins í mars á síðasta ári þá varð ekki aðeins mikill mannskaði heldur varð skipaflotinn fyrir miklu áfalli. Yfir 28.000 bátar sukku og er tjón skipaflotans metið á 2,2 milljarða bandaríkjadollara. En til samanburðar má geta þess að heildarskipafloti Íslendinga er 2.266 skip þannig að japanir misstu í hamförunum tólffalt fleiri skip en eru í öllum flota Íslendinga.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir