Greiðir hærri vexti en af AGS-láninu

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

Ávöxtunarkrafa af 124 milljarða króna láni sem ríkissjóður tók í gær er 6% eða 4,1% álagi yfir bandarískt ríkisskuldabréf með sama gjalddaga. Til samanburðar má benda á að álagið á sambærilegu tyrknesku bréfi er 2,9% og á sambærilegu ungversku bréfi er 4,8%. Ríkissjóður greiðir hærri vexti af þessu láni en af AGS-lánunum.

Þetta kemur fram í Hagspá Landsbanka Íslands. Fram kemur í ritinu „Stefna í lánamálum ríkisins“, sem fjármálaráðuneytið gaf út í mars sl., að tilgangur ríkissjóðs með útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum sé einkum að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands en ekki að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs. Ríkissjóður hefur um nokkurn tíma stefnt á reglubundna útgáfu markaðsskuldabréfa í því skyni að endurfjármagna útistandandi markaðsskuldabréf og erlend lán, m.a. frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Útgáfan verður því væntanlega notuð að einhverju leyti til þess að endurgreiða lán frá AGS, en heimilt er að endurgreiða þau án uppgreiðsluþóknunar. Í lánasamningum vegna lána Norðurlandaþjóðanna er ákvæði um að fyrirframgreiði íslenska ríkið erlend lán verði að greiða til jafns inn á þau lán.

Almennt er það skoðun hagfræðideildar Landsbankans að réttara sé að fjármagna ríkið á markaði en með neyðarlánum frá AGS og samstarfsþjóðum, líkt og raunin hefur verið vegna efnahagsáætlunar stjórnvalda. „Í þessu ljósi er útgáfan núna jákvætt merki enda aðgengi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum engan veginn sjálfgefið. Þannig má benda á að alþjóðlegir lánsfjármarkaðir eru hreinlega lokaðir gagnvart mörgum fjárhagslega illa stöddum Evrópuríkjum.

Þó verður að hafa í huga að lánskjörin skipta miklu máli. AGS-lánin eru með 2,65% álagi ofan á þriggja mánaða euribor. Þriggja mánaða euribor er í dag 0,7%, þannig að um þessar mundir er ríkið að greiða um 2,7% hærri vexti af þessari nýju útgáfu. Á móti kemur að ríkið er ekki lengur með sömu vaxtaáhættu þar sem kjörin á nýju útgáfunni eru föst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK