Viðsnúningur hjá Swiss Re

Merki Swiss Re
Merki Swiss Re

Hagnaður svissneska endurtryggingarfélagsins Swiss Re nam 1,1 milljarði Bandaríkjadala, 138 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi sem er töluvert meiri hagnaður heldur en greiningardeildir höfðu spáð. Á sama tímabili í fyrra nam tap Swiss Re 665 milljónum dalal.

Á síðasta ári nam hagnaður Swiss Re 2,6 milljörðum dala en árið á undan nam hagnaðurinn 863 milljónum dala.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir