Gengi evrunnar lækkaði

mbl.is/Reuters

Evran féll í verði þegar markaðir voru opnaðir í Asíu á mánudagsmorgni. Talið er að ástæðan sé úrslit forsetakosninganna í Frakklandi og þingkosninganna í Grikklandi.

Fjárfestar óttast pólitískan óstöðugleika í Grikklandi og jafnframt að sigur Francois Hollande þýði óvissu um efnahagsstefnu evruríkjanna.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir