Allt að 40% atvinnuleysi í S-Afríku

Fjölmargir S-Afríkubúar hafa gefist upp á atvinnuleit og eru dottnir …
Fjölmargir S-Afríkubúar hafa gefist upp á atvinnuleit og eru dottnir út af atvinnuleysisskrá Reuters

Atvinnuleysi mældist 25,2% í Suður-Afríku á fyrsta ársfjórðungi en var 23,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Suður-Afríka er stærsta hagkerfi í Afríku.

Alls eru 4,53 milljónir manna án atvinnu í S-Afríku á fyrsta ársfjórðungi. Hagstofa landsins segir að þessar tölur segi hins vegar einungis hluta sögunnar þar sem fjölmargir íbúar landsins hafi gefist upp á atvinnuleitinni og séu því ekki inni í þessum tölum. Um 5% þjóðarinnar eru í þeim hópi hið minnsta. Líklegt sé að um 40% Suður-Afríkubúa sé án atvinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK