Ávöxtunarkrafan komin yfir 6%

AFP

Ávöxtunarkrafan á spænsk ríkisskuldabréf til tíu ára hefur hækkað í morgun og er nú komin yfir 6%.

Vextirnir eru nú 6,026% en voru 5,817% við lokun markaða í gær. Er hækkunin rakin til ótta fjárfesta um áhrif þess að Grikkir hafni skilyrðum neyðarlánsins en flokkar sem eru andsnúnir samkomulaginu við Evrópusambandið unnu stórsigur í þingkosningunum á sunnudag.

Á sama tíma lækkaði ávöxtunarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf og er hún nú 1,531% en fjárfestar leita á náðir Þýskalands með fjárfestingar sínar enda þykja þau örugg fjárfesting. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir