Verðbólgudraugurinn ekki á útleið

Greiningardeild Arion banka telur ekki forsendur fyrir því að verðbólga eigi eftir að minnka hér og spáir því að gengi krónunnar eigi eftir að veikjast.

Miklar fasteignahækkanir skila sér beint inn í verðbólguna og hið klassíska vandamál á Íslandi, launaskrið, er að hafa mikil áhrif. Spurningin sé alltaf hvort bregðast eigi við aukinni verðbólgu með stýrivaxtahækkun, segir Kristrún M. Frostadóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.

Hún segir að útlit sé fyrir því að verði áfram mikil á Íslandi næstu árin en hagspá deildarinnar til ársins 2014 var kynnt í morgun.

Hún segir að auðvitað sé hægt að hækka vexti og það þýði að fólk haldi að sér höndum en það dugi ekki til. Greiningardeildin spáir 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta í ár og 1 prósent hækkun á næsta ári.

Að sögn Kristrúnar má ekki gleyma því að þær sértæku aðgerðir sem í boði eru, svo sem úttekt séreignasparnaðar, sé ekkert sem verði til að eilífu og um leið og fólk taki út séreignasparnað gangi það á sparnað sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK