Litlar breytingar á mörkuðum

AFP

Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,39% í kauphöllinni í Tókýó í dag en í Sydney í Ástralíu hækkuðu hlutabréf um 0,48%.

Er það ástandið í Grikklandi sem hefur mest áhrif á fjárfesta þessa vikuna en erfiðlega gengur að mynda ríkisstjórn þar í landi. Hins vegar er ljóst að Grikkir fá greitt út lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu á næstunni sem þegar var búið að semja um.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir