Spænsk hlutabréf í uppsveiflu

Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að þjóðnýta Bankia
Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að þjóðnýta Bankia AFP

Ibex hlutabréfavísitalan í Madríd hefur hækkað um 3,2% það sem af er degi eftir töluverða lækkun í gær. Hafa hlutabréf stærsta banka landsins, Santander, hækkað um 5,02%. Í gærkvöldi ákvað ríkisstjórn Spánar að þjóðnýta Bankia-bankann og hafa hlutabréf Bankia lækkað um 3,62% í dag. Allar aðrar fjármálastofnanir hafa hækkað í verði.

Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan hækkað um 0,07%, DAX í Frankfurt hefur hækkað um 0,99%, CAC í París um 0,30% og Ftse Mib-vísitalan í Mílanó hefur hækkað um 1,70%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir