Straumur hagnaðist um 87 milljónir

Straumur fjárfestingabanki.
Straumur fjárfestingabanki.

Hagnaður Straums fjárfestingarbanka eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 87 milljónum kr. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að arðsemi eiginfjár, reiknuð á ársgrundvelli, nemi 29%. Heildartekjur tímabilsins námu 345 milljónum kr.

Heildareignir í lok tímabilsins nema 8.503 milljónum kr. Þá segir að eiginfjárstaðan sé sterk, þar sem eiginfjárhlutfall (e. CAR) í lok tímabilsins sé 64%, en það er umtalsvert hærra en hið lögbundna lágmark sem nemur 8%.

Frá byrjun árs 2012 nemur uppsöfnuð markaðshlutdeild bankans með miðlun skuldabréfa á OMX á Íslandi 10%.

Þá segir að starfsemi sem skili hreinum þóknanatekjum fari vel af stað. Slíkar tekjur hafi numið 287 milljónum kr., sem jafngildi 83% af heildartekjum tímabilsins.

Þá komi meira en 80% af tekjum tímabilsins frá ótengdum aðilum.

Heildarrekstrarkostnaður tímabilsins nam 258 milljónum.

Fram kemur í tilkynningu að nýliðinn ársfjórðungur sé sá fyrsti þar sem bankinn sé með fulla starfsemi á sínum kjarnasviðum.

„Á tímabilinu var umfang starfsemi markaðsviðskipta aukið og skilaði sviðið góðri afkomu. Grunnurinn að fyrirtækjaráðgjöf var lagður með ráðningu teymis með mikla reynslu. Starfsemi bankans á sviði viðskiptavaktar skilaði einnig góðri afkomu, sérstaklega þegar tekið er tillit til mikils flökts og erfiðra aðstæðna á mörkuðum,“ segir í tilkynningunni.

„Til viðbótar við þjónustusamninginn sem bankinn er með við móðurfélag sitt, ALMC hf., þá samdi bankinn við slitastjórn SPB hf. (áður Icebank) um að veita félaginu þjónustu á sviði vörslu og umsýslu eigna þess, sem og að veita ráðgjöf um meðferð þessara eigna,“ segir enn fremur.




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK