Hlutabréf Sony ekki lægri í 30 ár

AP

Hlutabréf Sony lækkuðu um 6,43% í kauphöllinni í Tókýó í dag og hafa þau ekki verið lægri í þrjátíu ár. Í gær kynnti fyrirtækið uppgjör sitt en tap Sony nam 5,7 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta rekstrarári.

Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,63% í dag og er lokaverð hennar 8.953,31 stig sem er lægsta gildi hennar frá því um miðjan febrúar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir