Íslandsbanki innleiðir samkeppnisstefnu

Framkvæmdastjórn Íslandsbanka hefur samþykkt innleiðingu á samkeppnisstefnu til að tryggja að farið sé eftir samkeppnisreglum í hvívetna. Fram kemur í tilkynningu að starfsemi bankans sé víðtæk og ákvarðanataka um viðskipti sé dreifð.

Þá segir að samkeppnisreglur gegni mikilvægu hlutverki á frjálsum markaði til að tryggja neytendum og þjóðfélaginu ábatann af virkri samkeppni.

„Ábyrgðaraðili samkeppnismála Íslandsbanka mun annast fræðslu um samkeppnismál fyrir starfsmenn bankans. Gildissvið samkeppnislaganna og bannákvæði eru víðtæk og er því þekking starfsmanna bankans á lögunum mikilvæg. Þá stendur nú yfir innleiðing á innra samkeppniseftirliti og greining á hættu á samkeppnislagabrotum í starfsemi bankans,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK