Hagsæld og hamingja fara ekki alltaf saman

Hagvöxtur í Kína undanfarin tuttugu ár hefur ekki skilað kínversku þjóðinni meiri hamingju, einkum og sér í lagi ekki þeim fátækustu, samkvæmt nýrri rannsókn.

Grein þar að lútandi er birt í Proceedings of the National Academy of Sciences (PNAS) og byggir á sex ólíkum rannsóknum sem gerðar hafa verið frá árinu 1990. Á því tímabili hefur verg landsframleiðsla fjórfaldast.

Einn höfundur greinarinnar, Richard Easterlin, prófessor í hagfræði við Háskólann í Suður Karólínu, segir að margir telji að tengsl séu á milli hagsældar og hamingju en því sé öfugt farið ef marka má rannsóknir á skoðun Kínverja sjálfra.

Hann segir að rannsóknirnar leiði í ljós að Kínverjar séu óhamingjusamari nú en áður. Nú séu einungis 42% þeirra sem eru í lægsta tekjuflokknum sáttir við líf sitt. Hins vegar hefur þeim fjölgað í hópi þeirra ríkustu sem eru ánægðir með líf sitt.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir