Hagnaður Allianz jókst um 60%

Merki Allianz.
Merki Allianz. AP

Hagnaður þýska tryggingafélagsins Allianz jókst um 60% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Félagið segist hafa náð öllum þeim markmiðum sem sett voru fyrir ársfjórðunginn og gott betur.

Hagnaðurinn jókst um 1,37 milljarða evra á fyrstu þremur mánuðum ársins en velta félagsins á sama tíma var yfir 30 milljarðar evra, sem er nokkru meira en spáð hafði verið.

Ástæða hækkunarinnar nú er m.a. sú að fyrsti ársfjórðungur í fyrra var nokkuð slakur sem m.a. skýrðist af náttúruhamförum í Japan.

Hlutabréf í Allianz hækkuðu um 0,7% við opnun markaða í Þýskalandi í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK