Englandsbanki lækkar hagvaxtarspá

Útlit er fyrir erfitt árferði í breskum efnahagsmálum á næstunni
Útlit er fyrir erfitt árferði í breskum efnahagsmálum á næstunni Reuters

Englandsbanki lækkaði í dag hagvaxtarspá sína og varaði við því að skuldakreppan á evru-svæðinu geti haft veruleg áhrif á efnahagsmál Breta þrátt fyrir að lausn finnist á skuldavandanum.

Spáir bankinn því að hagvöxturinn verði rétt undir 1% í ár sem er heldur minni hagvöxtur en fyrri spá bankans hljóðaði upp á. Eins lækkaði Englandsbanki spá fyrir næsta ár og spáir því nú að hagvöxturinn verði um 2% í stað 3% í fyrri spá bankans.

Jafnframt spáir bankinn því að verðbólga verði áfram yfir verðbólgumarkmiðum Englandsbanka, sem eru 2%, í eitt ár hið minnsta.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir