Grískir bankar í ruslflokk

Seðlabanki Grikklands
Seðlabanki Grikklands Reuters

Matsfyrirtækið Fitch lækkaði í dag lánshæfismat grískra banka í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn gríska ríkisins.

Fitch lækkaði lánshæfiseinkunn Seðlabanka Grikklands, Efg Eurobank Ergasias, Alpha Bank, Piraeus Bank og Agricultural Bank of Greece í CCC flokk en fyrra mat Fitch á bönkunum var B-. Bankarnir eru því komnir í ruslflokk líkt og ríkissjóður Grikklands.

Ástæðan fyrir lækkuninni er óvissa um að Grikkir geti staðið við skuldbindingar sínar og hvað sé í vændum í grísku efnahagslífi ef landið yfirgefur evru-svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK