Hlutabréf lækka

Viðskiptavinur við hraðbanka í útibúi spænska bankans Santander.
Viðskiptavinur við hraðbanka í útibúi spænska bankans Santander. AFP

Hlutabréf hafa lækkað á mörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en ákvörðun matsfyrirtækisins Moody's í gær að lækka lánshæfiseinkunn 16 spænskra fjármálastofnana hefur lagst illa í fjárfesta.

Spænska IBEX-hlutabréfavísitalan hafði fyrir stundu lækkað um 2,28% í viðskiptum í morgun. Hafa bréf banka og annarra fjármálastofnana lækkað.  

Fyrr í morgun lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um 2,99%. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir