Skoða stöðu spænskra banka

Reuters

Ríkisstjórn Spánar mun á morgun tilkynna hvaða tvö endurskoðunarfyrirtæki munu rannsaka hver staða spænskra banka er vegna hruns fasteignamarkaðarins í landinu.

Að sögn Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, á hann von á því að niðurstaða endurskoðunarfyrirtækjanna muni liggja fyrir eftir um það bil einn mánuð.

Rajoy átti meðal annars fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í dag þar sem þau ræddu bága stöðu Spánar. Að sögn Rajoy var um mjög góðan fund að ræða og bauð hann Merkel að koma til Spánar þann 6. september nk.

Hann segir ekkert hæft í orðrómi um að fjármálageirinn á Spáni þurfi á neyðaraðstoð að halda frá Evrópusambandinu. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir