Reginn hagnaðist um 138 milljónir

Verslunarmiðstöðin Smáralind.
Verslunarmiðstöðin Smáralind. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fasteignafélagið Reginn ehf. hagnaðist um 138 milljónir króna á fyrsta fjórðungi 2012 eftir skatta og er reksturinn í samræmi við áætlanir samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu.

Fram kemur að rekstrartekjur Regins, sem er dótturfélag Landsbankans, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi numið 849 milljónum króna sem samsvari 20,8% hækkun samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Þá segir að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir hafi verið 507 milljónir króna samanborið við 408 milljónir króna á sama tíma fyrir ári.

„Vaxtaberandi skuldir voru 19.498 milljónir króna í lok fjórðungsins samanborið við 19.163 milljónir króna í árslok 2011. Fjárfestingareignir í lok fjórðungsins voru metnar á 27.640 milljónir króna og eiginfjárhlutfall var 29,7%,“ segir ennfremur í tilkynningunni en á meðal helstu eigna Regins eru Smáralind og Egilshöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK