Styrkari stoðir undir aðgerðaáætlun OR

mbl.is/Ómar

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur samið við Dexia Crédit Local bankann um breytingar á afborgunum lána, meðal annars seinkun gjalddaga árið 2013. Afborganirnar, sem samningurinn nær til, nema um 5,4 milljörðum króna, eða sem samsvarar 33 milljónum evra.

OR segir í tilkynningu að samningurinn styrki framkvæmd Aðgerðaáætlunar OR og eigenda, Plansins svokallaða, sem samþykkt hafi verið vorið 2011 og unnið hafi verið eftir síðan. Jafnframt dagi úr þörf OR fyrir erlendan gjaldeyri næstu misserin.

„Eins og fram hefur komið í útgefnum upplýsingum OR um fjárhagsstöðuna er árið 2013 þungt í afborgunum af lánum fyrirtækisins. Með samningnum nú, sem eigendur OR þurfa að staðfesta, er létt af afborgunarbyrði þess árs. Með því er rennt traustari stoðum undir framkvæmd Plansins, sem samþykkt var í stjórn OR í mars 2011, og ætlað var að bæta sjóðstreymi fyrirtækisins um 50 milljarða króna á árabilinu 2011 til og með 2016,“ segir í tilkynningu.

Þá er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, að mikill árangur sjáist af þeim umbótaaðgerðum sem gripið hafi verið til í rekstri OR síðasta árið.

„Aðgerðirnar í Planinu eru allar á áætlun, sumar gott betur og starfsfólk Orkuveitunnar á þakkir skildar fyrir útsjónarsemi og dugnað við að framfylgja þessari metnaðarfullu áætlun. Samningurinn við Dexia er til marks um það að lánveitendur taka eftir þessum árangri og kunna að meta hann. Hann styrkir framkvæmd Plansins og það er gott, því ytri þættir á borð við gengi krónunnar og álverð hafa verið rekstrinum óhagstæðir,“ segir Bjarni í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK