Um 800 milljónir endurgreiddar

Valur segir tölur Tax Free benda til þess að þó ...
Valur segir tölur Tax Free benda til þess að þó ferðamönum fari fjölgandi þá hafi gestirnir ekki úr svo miklu að moða. mbl.is/Styrmir Kári

Fáir geta fylgst jafnvel með straumi ferðamanna til landsins og Valur Fannar Gíslason. Hann er sölustjóri Tax Free Worldwide, sem áður hét Iceland Refund.

„Við sjáum í kringum 10% aukningu á milli tímabila fyrstu fjóra mánuði ársins, og var þó síðasta ár metár,“ segir hann en Tax Free er annað tveggja fyrirtækja hér á landi sem annast endurgreiðslu á virðisaukaskatti til ferðamanna.

Ferðamenn frá öllum heimshornum fá endurgreiddar verulegar fjárhæðir. „Heildar tax free-sala á Íslandi var um 5,5 milljarðar á síðast ári og endurgreiðsla til ferðamanna var þ.a.l. í kringum 800 milljónir,“ segir Valur um kaup ferðamanna á Íslandi í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Dreifing ferðamannanna sem nýta sér endurgreiðsluna endurspeglar tölur ferðaþjónustunnar. Skandinavar, Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar eru mest áberandi.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir