Telur Grikki verða uppiskroppa með fé í júní

Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands.
Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands. Reuters

Fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, varar við því að ef Grikkir fái ekki frekari fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði þeir orðnir uppiskroppa með fjármuni í lok júní.

Grikkir kjósa á ný til þings 17. júní næstkomandi en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningunum sem fram fóru í byrjun maí. Þá jókst mjög fylgi við stjórnmálaflokka sem leggjast gegn frekari aðhaldsaðgerðum í Grikklandi sem eru forsenda fyrir frekari aðstoð frá ESB og AGS.

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá þessu í dag og vísar í minnisblað þar sem ummæli Papademos komi fram en því mun hafa verið lekið til fjölmiðla.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK