54 fyrirtæki gjaldþrota í apríl

Flest fyrirtæki sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í apríl voru …
Flest fyrirtæki sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í apríl voru í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. mbl.is/Rax

Í aprílmánuði voru skráð 126 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar voru 145 ný einkahlutafélög skráð í apríl í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 586, en það er sami fjöldi og fyrstu fjóra mánuðina 2011. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Þá voru 54 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í aprílmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Til samanburðar voru 87 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í apríl í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 407, en það er um 23% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 527 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK