Enn ein flugferðin í boði Fasteignar

Reykjanesbær er einn stærsti hluthafinn í Eignarhaldsfélaginu Fasteign.
Reykjanesbær er einn stærsti hluthafinn í Eignarhaldsfélaginu Fasteign. www.mats.is

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ greiddu á bæjarstjórnarfundi í gær atkvæði gegn drögum að samningi milli Fasteignar og Reykjanesbæjar hluti eigna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. verður seldur samkvæmt samkomulagi á milli félagsins og kröfuhafa þess um fjárhagslega endurskipulagningu.

Sögðust bæjarfulltrúarnir fullir óvissu og að með samingnum væri verið að velta vandanum á undan sér í stað þess að taka á honum nú. Þá töldu þau að Reykjanesbæ beri samkvæmt sveitarstjórnarlögum að láta gera sjálfstæða óháða úttekt á málefnum Fasteignar og í kjölfarið ætti að halda borgarafund um málið.

 Bókun bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar:

 Það hefur verið yfirlýst stefna Samfylkingarinnar Reykjanesbæ mörg undanfarin ár að hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar sé best borgið með slitum  á samstarfi við Eignarhaldsfélagið Fasteign.

 Þeir samningar eða samningsdrög sem meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar mæla fyrir virðast vera enn ein flugferðin í boði Fasteignar. Með áfangastað óvissan.

 Ferill málsins hefur einkennst af leynd m.a. um raunverulega lánastöðu EFF. Nú er svo komið að lagt er til að bróðurparti skulda EFF sé velt á Reykjanesbæ í takt við  leiguhlutfall bæjarins hjá félaginu og samningsdrögin einkennast af óvissu um gengisáhættu, viðhaldskostnað, endurkaupsverð o.s.frv.

 Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ telja, eftir vandlega skoðun á samningsdrögum þeim er liggja fyrir, að verið sé að velta vandamálum fortíðar yfir á komandi kynslóðir bæjarbúa.

 Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar greiðum því atkvæði á móti samþykkt 5. liðar fundargerðar 886. fundar bæjarráðs frá 18. maí síðastliðnum um leið og við undirstrikum þá ábyrgð sem liggur að baki samþykktar slíkra samningsdraga.

 Í samningsdrögum sem bæjarráð hefur samþykkt án þess að leitað hafi verið eftir áliti sérfróðs aðila eru fjölmargir óvissuþættir sem við teljum að fá þurfi svör við áður en áfram er haldið.

 Reykjanesbæ ber því að okkar mati, samkvæmt 66. grein sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar og skuldbindingar sveitarfélaga, að fá óháðan sérfræðing á þessu sviði  sem ekki hefur áður komið að málefnum EFF -  til að meta samningsdrögin sem fyrir liggja og fjárhagslegar skuldbindingar Reykjanesbæjar sem þeim tengjast.

 Í framhaldinu ber síðan að halda opinn borgarafund um málið og eðlilegast væri að íbúar Reykjanesbæjar fengju að greiða atkvæði um það hvernig fasteignamálum bæjarins verði best háttað til framtíðar,“ segir í bókun bæjarfulltrúanna Guðnýjar Kristjánsdóttur, Eysteins Eyjólfssonar og Hannesar Friðrikssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK