Ólíklegt að dómur eigi við um húsnæðislán Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur endurreiknað öll húsnæðislán bankans í erlendum gjaldmiðlum sem og öll erlend lán sem tryggð voru með veði í íbúðarhúsnæði. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hann hafi þar með gengið lengra í endurreikningi erlendra húsnæðislána en lög frá Alþingi kveði á um.

Þetta áréttar bankinn vegna frétta um dóm Hæstaréttar sem kvað á um að húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt væri löglegt erlent lán.

„Að fenginni þessari niðurstöðu Hæstaréttar er ólíklegt að dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar s.l. í málinu nr. 600/2011 eigi við um húsnæðislán Íslandsbanka.

Íslandsbanki mun halda viðskiptavinum sínum vel upplýstum þegar búið er að yfirfara dóminn,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK