10 teymi hlutskörpust í Startup Reykjavík

Teymin kynna verkefni sín á Startup Reykjavík.
Teymin kynna verkefni sín á Startup Reykjavík. Ljósmynd/hag

Startup Reykjavík hefur formlega verið hleypt af stokkunum með því að 10 teymi hafa verið valin til þátttöku. Verkefnið snýst um að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og jafnframt aðstoða þau við að koma viðskiptahugmyndum sínum eins langt og mögulegt er á 10 vikum.

50 manna hópur margra helstu aðila viðskipta- og athafnalífsins munu leiðbeina teymunum jafnt og þétt á þessu 10 vikna tímabili.

Umsjónaraðilar verkefnisins eru Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Klak nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins í nánu samstarfi við Arion banka sem leggur m.a. til fjárfestingu og vinnuaðstöðu. Startup Reykjavík er gert að erlendri fyrirmynd og er haldið í fyrsta sinn á Íslandi nú í sumar.

Startup Reykjavík er hluti af tengslaneti Global Accelerator Network þar sem viðskiptateymin fá:

  • 2 milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu
  • 10 vikna þjálfun/ráðgjöf frá einstaklingum víðs vegar úr atvinnulífinu og starfsfólki Innovit og Klaks
  • Sameiginlega aðstöðu allra viðskiptateyma í Ármúla 13
  • Aðgang að tengslaneti Global Accelerator Network
  • Að kynna sig fyrir fjárfestum á lokadegi verkefnisins

Startup Reykjavík stendur yfir frá 11. júní – 17. ágúst nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK