Spá óbreyttum stýrivöxtum

mbl.is/hag

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (PSÍ) mun tilkynna vaxtaákvörðun miðvikudaginn 13. júní næstkomandi. Hagfræðideild Landsbankans telur að PSÍ muni halda vöxtum bankans óbreyttum að þessu sinni.

Miðað við þróun hagvísa frá síðustu vaxtaákvörðun eru óbreyttir vextir í samræmi við síðustu vaxtaákvarðanir og yfirlýsingar nefndarinnar, segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

 Í yfirlýsingu PSÍ í kjölfar síðustu vaxtaákvörðunar kom fram að „dragi ekki úr verðbólgu á næstu mánuðum verður að óbreyttu ekki komist hjá frekari hækkun nafnvaxta svo að tryggja megi að verðbólga leiti á ný í markmið“.

 Hagfræðideild telur að þó að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum að þessu sinni sé vaxtahækkunarferlinu langt í frá lokið. Hagfræðideildin telur undirliggjandi verðbólguþrýsting áfram verulegan vegna hárra verðbólguvæntinga. Nýleg spá deildarinnar gerir ráð fyrir 5,5% verðbólgu bæði árin 2013 og 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK