Spánn fær neyðarlán

Seðlabanki Spánar í Madrid.
Seðlabanki Spánar í Madrid. AFP

Spænsk stjórnvöld munu óska eftir neyðarláni að styrkja bankakerfi landsins. Þetta sagði fjármálaráðherra Spánar að loknum fundi fjármálaráðherra evruríkjanna sem fór fram í dag.

Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar, segir að stjórnvöld hafi samþykkt að óska formlega eftir aðstoð úr neyðarsjóði evrusvæðisins.

Hann tilgreindi ekki upphæðina en sagði að hún væri töluvert hærri en upphæðin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nefndi, sem eru 40 milljarðar evra.

Spænsk stjórnvöld hafa verið treg til að óska eftir fullri neyðaraðstoð, líkt og Grikkir, Írar og Portúgalar hafa gert. En þeim lánveitingum hafa fylgt skilyrði um aðhaldsaðgerðir, þ.e. skattahækkarnir og niðurskurð.

Guindos segir að eina skilyrðið sem fylgi neyðaraðstoðinn sé að Spánverjar endurskipuleggi fjármálakerfi landsins. Hann bendir á að sú vinna sé þegar hafin.

Ekki liggur fyrir hverjir muni greiða út lánið, en talið er að féð komi úr einum af björgunarsjóðum Evrópu, annað hvort EFSF eða ESM.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir