OPEC hefur áhyggjur af olíuverði

OPEC hefur áhyggjur af þróun mála
OPEC hefur áhyggjur af þróun mála Retuers

Hani Hussein, olíumálaráðherra í Kúveit, segir að olíuframleiðsluríki heims hafi miklar áhyggjur af þróun á olíumörkuðum heimsins. „OPEC ríkin hafa áhyggjur af olíuverðinu og líst ekkert á þróun mála,“ segir Hussein og bætir við að verðið á olíu hafi hrunið um 20% seinustu tvo mánuði. 

Ráðherrar OPEC ríkjanna hittust seinasta fimmtudag í Vín og ræddu þar þróun mála á olíumörkuðum, en þeir telja að lækkunina megi rekja til slæmrar stöðu efnahagsmála í heiminum, lítillar eftirspurnar og of mikils framboðs á olíu. OPEC ríkin telja einnig að spenna í málum Írana spili mikið inn í það furðulega ástand sem ríkir á olíumörkuðum heimsins. Aðspurður hvort OPEC hyggist leggja það til að ríki OPEC minnki framleiðsluna, segir Hussein að ekkert hafi verið ákveðið í þeim málum, en að það sé ekki útilokað.

Á seinasta fundi OPEC ríkjanna, sem fór fram 30.desember 2011, var tekin ákvörðun um að halda framleiðslunni í 30 milljónum tunna á dag. Það var gert m.a. vegna þess að olíuframleiðslan var of mikil í  Sádi-Arabíu, Írak, Kúveit og Libýu.

Olíuverð hefur farið hækkandi seinustu daga, en það má m.a. rekja til þess að risalán spænsku bankanna var samþykkt og þess að verðbólga í Kína fer hjaðnandi.    

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK