Fjárfestar með Spán undir smásjánni

Náið er fylgst með þróun hlutabréfamarkaða um allan heim. Hér ...
Náið er fylgst með þróun hlutabréfamarkaða um allan heim. Hér má sjá mann við Kauphöllina í Tókýó. AFP

Fjárfestar víða um heim eru með Spán undir smásjánni og fara sér í engu óðslega þegar kemur að hlutabréfaviðskiptum. Nokkur hækkun varð þó á mörkuðum í Asíu í dag og sömu sögu er að segja eftir lokun markaða vestanhafs í gærkvöldi.

Fjárfestar hafa undanfarna daga verið mjög varkárir enda enn óljóst hvernig björgunarlán til spænskra banka frá löndum evrusvæðisins verður útfært. Þá lækkaði lánshæfnisfyrirtækið Fitch lánshæfiseinkunn 18 banka í gær.

Hækkun varð við lokun markaða í Tókýó í dag og nam hún 0,60%. Þá varð hækkun í Hong Kong um 0,44% og í Shanghai hækkaði hlutabréfavísitalan um 0,88%. Lækkun varð hins vegar í Sydney um 0,22%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir