Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í dag

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir vaxtaákvörðun sína klukkan 8:55 í dag, miðvikudag.

Undanfarna daga hafa greiningaraðilar birt spár sínar. Reikna bæði greiningardeild Íslandsbanka og IFS greining með því að nefndin hækki stýrivexti um 0,25% og þeir muni því nema 5,75%.

Bein útsending verður á vefnum frá kynningarfundi í kjölfar birtingarinnar og hefst hún klukkan 10:30. Þar verða færð rök fyrir ákvörðun nefndarinnar.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir