Lánshæfi Spánar lækkað

AFP

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn spænska ríkisins um þrjá flokka. Er Spánn þar með kominn í sama flokk og íslenska ríkið fór niður í stuttu eftir bankahrunið.

Spánverjar fá um 100 milljarða evra lán frá evruríkjunum á næstunni en skilyrði lánsins hafa enn ekki verið kynnt sem veldur nokkurri óvissu í fjármálaheiminum.

Var lánshæfiseinkunnin lækkuð úr A3 niður í Baa3.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK