Óttast gríðarlegt tap

Moody's hefur áhyggjur af stærstu fjármálafyrirtækjum heims.
Moody's hefur áhyggjur af stærstu fjármálafyrirtækjum heims. AFP

Moody's dregur styrkleika fimmtán stærstu fjármálafyrirtækja heims í efa í nýjustu skýrslu sinni sem kynnt var í dag. Matsfyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn fyrirtækjanna og segir ástæðuna þá að tap blasi við hjá þeim m.a. vegna efnahagslegs óstöðugleika í Evrópu og aukins lánskostnaðar.

Meðal þeirra fyrirtækja sem Moody's gaf nú lægri einkunn eru risabankarnir Goldman Sachs, Citigroup, HSBC og Deutsche Bank.

Moody's segir mikla hættu á því að bankarnir muni tapa gríðarlega á næstunni. Þeir séu berskjaldaðir fyrir ríkjandi efnahagslægð en ekki síst séu þeir berskjaldaðir hver gagnvart öðrum.

Credit Suisse þurfti að þola mestu lækkunina en bankinn er fær nú einkunnina A1 en hafði áður einkunnina Aa1. Fjögur önnur fyrirtæki voru lækkuð um eitt stig en tíu fyrirtæki voru lækkuð um tvö stig.

Það voru ekki bara bankar sem þurftu að þola lægri einkunn heldur einnig stór eignarhaldsfyrirtæki sem flest eiga stóran hlut í umræddum bönkum.

Margir stærstu bankar heims hafa sogast niður með hagkerfum ríkja síðan efnahafskreppan skall á árið 2008. Skortur hefur verið á lausafé og mikil verðrýrnun eigna hefur átt sér stað sem hefur þvingað seðlabanka og ríkisstjórnir til að leggja til lausafé.

Hinir 15 bankar sem Moody's lýsti af sérstökum áhyggjum, eins og kemur fram hér að ofan, eru: Bank of America, Barclays, Citigroup, Credit Suisse, Goldman Sachs, HSBC, JPMorgan Chase, Morgan Stanley, Royal Bank of Scotland, BNP Paribas, Credit Agricole, Deutsche Bank, Royal Bank of Canada, Societe Generale og UBS.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK