20% meiri velta á fasteignamarkaði

Velta á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á þessu ári.
Velta á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á þessu ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þinglýstum kaupsamningum með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 20% á fyrri hluta ársins frá sömu mánuðum í fyrra. Í maí var 463 samningum þinglýst, en fara þarf aftur til desember 2007 til að finna hærri tölu.

Fyrstu sex mánuði ársins seldust 2.333 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, en sömu mánuði árið 2011 seldust 1.944 eignir. Þegar fasteignabólan var í hámarki, á seinni hluta árs 2007, seldust 4.617 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu.

Það sem af er árinu hefur veltan á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu verið 76,4 milljarðar, en á sama tímabili í fyrra var veltan 61,1 milljarður.

Ýmsir hafa spáð því að framundan sé verðbóla á fasteignamarkaði. Miðað við vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá heldur utan um er ekki að sjá að mikil hækkun hafi átt sér stað á fasteignaverði. Síðustu 12 mánuðina hefur vísitalan hækkað um 5,25%, en það er mjög svipað og verðbólgan. Það er því ekki að sjá að nein raunverðshækkun hafi átt sér stað á húsnæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK