Evrópa rís eftir ræðu Draghi

Mario Draghi seðlabankastjóri evrópska seðlabankans.
Mario Draghi seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. AFP

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, lýsti því yfir af miklum þunga að evrópski seðlabankinn myndi aðstoða til við skuldavanda evruríkjanna af fullum krafti. Opnaði hann þar með fyrir að bankinn myndi á næstunni aftur byrja að kaupa upp evrópsk ríkisskuldabréf eða hafa bein áhrif á annan hátt. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa tekið mjög jákvætt í fréttirnar og hækkuðu allar helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantshafsins.

Á ráðstefnu sem ríkisstjórn Bretlands hélt í London í dag sagði Draghi að „evrópski seðlabankinn væri tilbúinn að gera hvað sem er til að vernda evruna“ og tók þar af öll tvímæli um afstöðu bankans til aðgerða í skuldakrísunni. Draghi sagði evruna vera komna til að vera og að það væri innan verkahring bankans að halda skuldaáhættu ríkjanna niðri.

Í kjölfar ummæla Draghi lækkuðu vextir á spænskum langtímaskuldabréfum niður fyrir 7%, en miklar áhyggjur höfðu komið upp þegar bréfin fóru yfir 7% múrinn í síðustu viku. Hlutabréf tóku einnig mikinn kipp og fóru bréf bæði á Spáni og Ítalíu strax upp um 5%. Við lokun markaða hafði FTSE 100 í London farið upp um 1,36%, DAX í Frankfurt um 2,75%, CAC 40 í París upp um 4,07%, FTSE í Mílan upp um 5,62% og IBEX 35 í Madrid fór upp um heil 6,06%. Evran styrktist einnig nokkuð og fór upp um rúmlega 1%

„Ummæli seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi virðast hafa verið aðalástæða hækkana á markaði,“ sagði Michael Hewson greiningaaðili hjá CMC Markets í viðtali við AFP fréttastofuna. Bætti hann við að það liti út fyrir að „seðlabankinn muni gera eitthvað til að lækka vexti ríkisskuldabréfa. Öll athygli verður núna á vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans í næstu viku til að sjá hvort Draghi sé alvara“. Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu einnig í dag, en hækkunin hefur verið nokkru minni en í Evrópu. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK