Óbreyttir stýrivextir

Mario Draghi seðlabankastjóri
Mario Draghi seðlabankastjóri AFP

Evrópski seðlabankinn mun halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,75% samkvæmt tilkynningu núna rétt fyrir hádegi. Horfa fjárfestar nú til þess hvort bankinn byrji aftur að kaupa upp skuldabréf evruríkjanna á lægri vöxtum en markaðurinn hefur hingað til viljað kaupa þau á. Þannig gætu skuldug ríki endurfjármagnað sig á viðráðanlegri hátt. Bankinn hóf slíka stefnu árið 2010 og keypti í heildina skuldabréf fyrir 211,5 milljarða evra áður en því var hætt seint á síðasta ári.

Mario Draghi seðlabankastjóri mun eftir hádegi halda fund þar sem tilkynnt verður hvort farið verður í frekari aðgerðir eins og greint var frá í frétt fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK