Fann 400 ára gamla skuld

Skuldin hefur verið nokkuð eldri en þetta skuldabréf, sem þó ...
Skuldin hefur verið nokkuð eldri en þetta skuldabréf, sem þó er orðið nærri 80 ára gamalt. Jim Smart

Ekki nóg með að Spánn sé í gífurlegum skuldavandræðum og berjist daglega við háa vexti og vandamál á fjármálamörkuðum heldur hefur pólskur þingmaður grafið upp meira en 400 ára gamla skuld. Lánið tók Filippus annar Spánarkonungur hjá pólsku drottningunni Bona Sforza til að fjármagna stríðsbrölt milli Spánar og Frakklands og hefur það ekki verið greitt til baka. 

Sagðist þingmaðurinn Marek Poznanski vilja vekja athygli á lántöku ríkja. „Ég veit vel að þetta gæti hljómað furðulega, en ég vil að stjórnmálamenn hugsi virkilega um afleiðingar þess að lána peninga til annarra landa.“ Lánið var veitt í formi gulls. Í dag er verðmæti þeirrar þyngdar af gulli um 57,4 milljónir evra og er þá ekki reiknað með 400 ára vöxtum ofan á lánið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir