Olíuframleiðsla í Nígeríu í methæðum

Olíuborpallur í eigu Shell.
Olíuborpallur í eigu Shell.

Olíuvinnsla í Nígeríu hefur aldrei verið meiri og hefur heildarframleiðsla náð 2,7 milljónum tunna á dag að sögn yfirvalda. Hefur framleiðslan verið á stöðugri uppleið síðan 2009 þegar herskáum hópum var veitt sakaruppgjöf á óseyrasvæði landsins. Leiddi það til minni átaka á þessu aðalolíuvinnslusvæði Nígeríu.

Á síðustu mánuðum hefur framleiðslan verið á bilinu 2 til 2,4 milljónir tunna en að sögn yfirmanns ríkisrekna olíufyrirtækisins NNPC, Andrews Yakubus, náði framleiðslan upp í methæðir síðasta miðvikudag þegar 2,7 milljónir tunna voru framleiddar. 

Nýlega hóf franska félagið Total olíuvinnslu á svæðinu, en verkið hefur tafist mjög. Er heildarframleiðslugeta þess um 180 þúsund tunnur á dag, sem hefur hjálpað til við að ná þessum nýju methæðum. Skemmdir og stuldur halda þó áfram að vera stórvandamál í þessu olíuríka landi. Shell, sem er stærsti olíuframleiðandi landsins, telur að um 150 þúsund tunnum sé stolið á degi hverjum og seldar á svörtum markaði. Það nemur um 5,6% af heildarframleiðslu.

Efnisorð: Nígería olía
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK