Ótímabær fögnuður yfir styrkingu

Þrátt fyrir að veruleg gengisstyrking krónunnar undanfarna mánuði muni að öllum líkindum hafa þær jákvæðu afleiðingar að draga úr verðbólguþrýstingi er hætt við því að til lengri tíma litið muni slík gengisstyrking gera hagkerfinu enn erfiðara um vik að viðhalda miklum afgangi af vöruskiptum.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að verði framhald á þessari þróun gæti slíkt orðið hagkerfinu fjötur um fót. Efnahagsaðstæður eru með þeim hætti hér á landi að íslenska hagkerfið hefur mikla hagsmuni af því að vöruskiptaafgangur verði umtalsverður á næstu árum sökum vaxandi gjaldeyrisþarfar þjóðarbúsins og þeirrar sjálfheldu sem íslenska krónan er föst í með gjaldeyrishöftum.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Júpiters rekstrarfélags, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé því ekki tímabært að fagna gengisstyrkingu krónunnar. „Til lengri tíma litið stendur þessi styrking ekki undir sér,“ segir Sigurður.

Frekari gengisstyrking krónunnar mun draga enn frekar úr vöruskiptaafgangi.
Frekari gengisstyrking krónunnar mun draga enn frekar úr vöruskiptaafgangi. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK