Tekur stöðu gegn evrunni

mbl.is

Rothschild lávarður hefur ákveðið að taka stöðu gegn evrunni upp á 130 milljónir punda samhliða vaxandi áhyggjum af því að evrusvæðið eigi eftir að liðast í sundur.

Stöðutakan mun fara fram í gegnum fjárfestingarsjóðinn RIT Capital Partners þar sem Rothschild er stjórnarformaður.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að það séu slæmar fréttir fyrir evrusvæðið að Rothschild hafi tekið slíka afstöðu til evrunnar.

Þá segir að samkvæmt heimildum blaðsins sé ákvörðun lávarðarins ekki byggð á pólitískri afstöðu gagnvart evrunni heldur raunhæfu mati á gjaldmiðli sem standi höllum fæti.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir