Líkur á stærsta mánuði frá upphafi

Ferðamenn mynda andarunga á Ráðhústjörninni
Ferðamenn mynda andarunga á Ráðhústjörninni Ómar Óskarsson

Mjög líklega verður ágúst stærsti mánuður frá upphafi þegar tölur um erlenda ferðamenn verða birtar frá Ferðamálastofu seinna í vikunni. Greiningardeild Íslandsbanka segir að ágústmánuður hafi ávallt verið stærsti ferðamannamánuðurinn hérlendis og þar sem erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um 17,2% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við á sama tíma í fyrra séu miklar líkur á að ágúst hafi verið metmánuður.

Í fyrra voru ferðamenn í ágúst 102 þúsund, en miðað við fjölgun sem hefur verið á árinu gerir greiningardeildin ráð fyrir að gestir hafi verið um 115 til 120 þúsund í ágúst í ár. Nokkur fjölgun hefur einnig verið upp á síðkastið í ferðalögum Íslendinga, en í júlí fjölgaði utanlandsferðum landsmanna um 7,5% milli ára og voru rúmlega 35 þúsund manns sem lögðu land undir fót og héldu út í heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK