Viðskiptajöfnuður áfram neikvæður

Viðskiptajöfnuður var áfram neikvæður á öðrum ársfjórðungi. Peningaseðlar Íslenskir Dollarar …
Viðskiptajöfnuður var áfram neikvæður á öðrum ársfjórðungi. Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 49,6 milljarða á öðrum ársfjórðungi samanborið við 47,1 milljarð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 12,8 milljarðar og 12 milljarðar á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hins vegar neikvæður um 74,4 milljarða á sama tíma. Kemur þetta fram í tölum frá Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð við útlönd og erlendar fjárfestingar.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.215 milljörðum í lok annars ársfjórðungs en skuldir 13.505 milljörðum. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 9.290 milljarða og hækka nettóskuldir um 144 milljarða á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.583 milljörðum og skuldir 3.639 milljörðum og var hrein staða þá neikvæð um 1.056 milljarða og hækka nettóskuldir um 177 milljarða á milli ársfjórðunga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK