Áframhaldandi Snilldarlausnir

Nótt Thorberg, Helga Björk Eiríksdóttir fh. Marel og Stefán Þór …
Nótt Thorberg, Helga Björk Eiríksdóttir fh. Marel og Stefán Þór Helgason framkvæmdastjóri Snilldarlausna Marel

Undanfarin ár hefur Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, staðið fyrir Snilldarlausnum Marel sem er hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna. Markmið keppninnar er að auka virði einfaldra hluta með hugmyndaauðgi og sköpunargáfu.

Nú í morgun gerði Innovit samning við Marel hf. um áframhaldandi samstarf. Þá var sömuleiðis gerður samningur við Samtök atvinnulífsins sem einnig hafa verið með frá upphafi um áframhaldandi stuðning við verkefnið. Í tilkynningu frá Innovit kemur fram að það sé félaginu ákaflega dýrmætt að fá öfluga aðila á borð við Marel og SA til liðs við sig.

Framhaldsskólanemar sýna nýsköpun sífellt meiri áhuga enda hefur fjöldi tillagna tvöfaldast milli ára í hvert sinn sem Snilldarlausnir Marel fara fram. Hvetja forsvarsmenn keppninnar ungt fólk til að taka þátt í keppninni, en einnig er auglýst eftir áhugasömum aðilum í verkefnastjórn keppninnar og er leitað til áhugasamra framhaldsskólanema sem hafa áhuga á myndbandagerð, tækni og vísindum, nýsköpun, stjórnun, viðskiptum og félagsstörfum almennt og þeim bent á að setja sig í samband við forsvarsmenn keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK