Bandaríkjadalur á niðurleið

AFP

Gengi Bandaríkjadals hefur ekki verið jafnlágt gagnvart evru í fjóra mánuði. Evran er nú skráð á 1,3136 Bandaríkjadali á gjaldeyrismörkuðum í Asíu samanborið við 1,3127 dali í New York á föstudagskvöldið.

Gengi Bandaríkjadals hefur lækkað jafnt og þétt frá því á fimmtudag er bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti kaup á skuldabréfum. Mun bankinn kaupa verðtryggð skuldabréf fyrir 40 milljarða dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK