Ísland á pari með Sádi-Arabíu

mbl.is/Eggert

Ísland er í 65. sæti í frelsisvísitölu Fraser-stofnunarinnar og deilir þar sæti með Sádi-Arabíu. Eins og fram kom í frétt mbl.is í gær hefur Ísland lækkað töluvert á listanum síðan 2006 og að mati dr. Michael Walker staðið í stað, meðan aðrar þjóðir hafa hækkað á listanum. Meðal annars eru allar Norðurlandaþjóðirnar á lista yfir 30 efstu og Þýskaland í sæti 31.

Hong Kong er sem áður í efsta sætinu og Singapúr fylgir þar á eftir. Nýja-Sjáland og Sviss koma í sætunum þar á eftir. Þegar önnur stór viðskiptaríki eru skoðuð má sjá að Ástralía og Kanada eru saman í 5. sæti, Bretland í 12. sæti og Bandaríkin í því 18. Japan er í 20. sæti og Ítalía í 83. sæti, en Rússland er í 95. sæti og Brasilía er í 105. sæti. Fjölmennu ríkin Kína og Indland eru í 107. og 111. sæti, en lokasætin verma Simbabve, Mjanmar og Venesúela

Meðaltal vísitölunnar hefur hækkað síðan hún var kynnt í byrjun níunda áratugarins, en þá var hún 5,30 stig, en er í dag 6,83 stig. Ísland er talið upp þegar stærstu niðursveiflur síðustu 10 ára eru skoðaðar og er þar á lista með Bandaríkjunum, Argentínu og Venesúela.

Þau lönd sem eru í kringum Ísland í þetta skiptið eru meðal annars Lettland, Filippseyjar, Dóminíska lýðveldið, Ungverjaland, Sádi-Arabía, Botsvana og Papúa Nýja-Gínea, fæst lönd sem Ísland ber sig að jafnaði saman við þegar kemur að efnahagsmálum.

Michael Walker
Michael Walker
Efnisorð: frelsisvísitalan RSE
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK