Neitar að tjá sig við Bloomberg

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Talsmaður Seðlabankans, Stefán Stefánsson vildi ekki tjá sig við Bloomberg fréttaveituna aðspurður um það hvort að tveir stórir erlendir aðilar hafi fengið að skipta krónum í gjaldeyri án þess að fjármunirnir hafi á þessari stundu verið fluttir úr landi. Í fréttinni kemur einnig fram að talsmaður Deutsche Bank, Chrisitan Streckert hafi neitað að tjá sig um málið, en í morgun sagði Morgunblaðið frá því að þýski bankinn hafi fengið að skipta um 15 milljörðum króna í gjaldeyri með undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.

Fram kemur í frétt Bloomberg að Seðlabankinn hafi í yfirlýsingu gefið út að „engar undanþágur sem geta haft alvarleg áhrif á stöðugleika krónunnar“ hafi verið veittar.

Lesa má frétt Morgunblaðsins hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK