Neitar að tjá sig við Bloomberg

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Talsmaður Seðlabankans, Stefán Stefánsson vildi ekki tjá sig við Bloomberg fréttaveituna aðspurður um það hvort að tveir stórir erlendir aðilar hafi fengið að skipta krónum í gjaldeyri án þess að fjármunirnir hafi á þessari stundu verið fluttir úr landi. Í fréttinni kemur einnig fram að talsmaður Deutsche Bank, Chrisitan Streckert hafi neitað að tjá sig um málið, en í morgun sagði Morgunblaðið frá því að þýski bankinn hafi fengið að skipta um 15 milljörðum króna í gjaldeyri með undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.

Fram kemur í frétt Bloomberg að Seðlabankinn hafi í yfirlýsingu gefið út að „engar undanþágur sem geta haft alvarleg áhrif á stöðugleika krónunnar“ hafi verið veittar.

Lesa má frétt Morgunblaðsins hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK