Vill skuldabréfaútgáfu og útgönguskatt

Frank Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Sjóðurinn telur að Seðlabankinn …
Frank Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Sjóðurinn telur að Seðlabankinn þurfi að ráðast í frekari vaxtahækkanir. mbl.is/Ómar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður að farin sé sú leið að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til langs tíma til að losa um snjóhengju aflandskróna sem eru fastar inn í hagkerfinu.

Sjóðurinn telur einnig þörf á útgönguskatti á eigendur aflandskróna, sem þyrfti að vera verulegur, í því augnamiði að skapa hvata fyrir aflandskrónueigendur til að taka þátt í aðgerðum sem miða að afnámi haftanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndar AGS, undir forystu Dariu Zhakarovu, sem lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands.

Sendinefnd AGS varar við því að ráðist sé í afnám hafta áður en rétt skilyrði séu fyrir hendi – annars væri hættan sú að gengi krónunnar félli, verðbólga og skuldir einkageirans myndu aukast sem hefði ennfremur ruðningsáhrif á bankakerfið. Hins vegar er það mat AGS að það gæti flýtt fyrir afnámi hafta ef ekki yrðu sérstök tímatakmörk á því hvenær þeim yrði aflétt. Samkvæmt núverandi áætlun Seðlabankans um afnám hafta er gert ráð fyrir að þau verði afnumin í árslok 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK