Fjölga ítölskum ferðamönnum

Ferðamönnum frá Ítalíu mun væntanlega fjölga á næsta ári.
Ferðamönnum frá Ítalíu mun væntanlega fjölga á næsta ári. Ómar Óskarsson.

Vestnorden ferðakaupstefnan fór fram í Hörpunni í vikunni þar sem meira en 150 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki komu saman og kynntu þjónustu sína fyrir erlendum ferðaskrifstofum. WOW air segir að mikill árangur hafi náðst á ráðstefnunni og að samið hafi verið við 25 ferðaskrifstofur víðs vegar um Evrópu. Þetta sýni þann mikla áhuga sem erlendar þjóðir hafi á Íslandi nú um stundir, en flugfélagið gerir ráð fyrir að hafa um 280 þúsund flugsæti á næsta ári. 

Valgeir Bjarnason sölustjóri WOW air segir að samstarf við ítalskar ferðaskrifstofur hafi komið skemmtilega á óvart. „Það sem er athyglisverðast er að ítalskar ferðaskrifstofur hafa sýnt landinu mikinn áhuga en það má búast við mikilli fjölgun ítalskra ferðamanna til landsins næsta sumar“. Samdi fyrirtækið við 6 ferðaskrifstofur þaðan og áætlar að fjölgun ítalskra ferðamanna verði um 4 þúsund, eða 33% miðað við heildarfjölda Ítala sem kom hingað til lands í ár.

Efnisorð: ferðamenn WOW air
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK