Tákn um að einkaneysla dragist saman

Greiningardeild Íslandsbanka telur að vöxtur einkaneyslu sé að hægjast.
Greiningardeild Íslandsbanka telur að vöxtur einkaneyslu sé að hægjast. mbl.is/ÞÖK

Raunaukning í kortaveltu einstaklinga innanlands í júlí og ágúst var aðeins 0,6%. Þetta gefur fyrirheit um að vöxtur einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi verði hægari en á undanförnum fjórðungum og jafnvel sá hægasti síðan á fyrsta fjórðungi í fyrra. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í morgun.

Það kemur meðal annars fram að kortavelta einstaklinga innanlands hafi í síðasta mánuði dregist saman um 2,6% að raungildi milli ára. Bent er á að taka verði svona sveiflum með fyrirvara, en að leitnin sé engu að síður talsverð. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur kortavelta einstaklinga aukist um 2,5% milli ára, en næstkomandi föstudag mun Seðlabankinn birta tölur fyrir kortaveltu í september.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK