Lítil bjartsýni hjá stjórnendum

Útgerðarmenn eru svartsýnni en aðrir í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins …
Útgerðarmenn eru svartsýnni en aðrir í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans Morgunblaðið/Árni Sæberg

Mat stjórnenda stærstu fyrirtækja á Íslandi á aðstæðum í atvinnulífinu hefur lítið breyst til batnaðar á síðustu þremur mánuðum. Aðeins 6,4% þeirra segja aðstæður frekar góðar, meðan um helmingur telur þær slæmar og 45,5% telja þær hvorki góðar né slæmar. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent framkvæmdir ársfjórðungslega fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Einnig kemur fram að stjórnendur telja sig hafa nægt starfsfólk og að starfsfólki muni jafnvel fækka lítillega á næstu mánuðum. Þeir segja framleiðslu- og þjónustugetu vera vannýtta, fjárfestingu munu aukast lítillega á næstunni og að útlit sé fyrir hækkandi stýrivexti og veikingu krónunnar.

Helsta breyting frá fyrri könnun var að stjórnendum sem telja aðstæður hvorki slæmar né góðar hefur fjölgað nokkuð. Þeir sem telja aðstæður góðar eru aftur á móti enn í miklum minnihluta, eða aðeins 6,4%. Lítil breyting var einnig í viðhorfi stjórnenda til aðstæðna eftir 6 mánuði, en 16% stjórnenda telja þær verða betri, meðan 19% telja þær verða verri. Stjórnendur í sjávarútvegi og byggingariðnaði eru svartsýnastir, en þar telja engir aðstæður vera bjartar framundan. 

Landsbyggðin er svartsýnni en höfuðborgarsvæðið, en þar telja 65% stjórnenda aðstæður slæmar, samanborið við 42%. Samkvæmt könnuninni er skásta matið á núverandi aðstæðum að finna hjá fyrirtækjum í sérhæfðri þjónustu.

Flestir stjórnendur telja sig búa við nægt framboð af starfsfólki í fyrirtækjunum, eða 82%. 18% telja sig búa við skort og er það aukning um 4 til 6 prósentustig. Aftur á móti eru stærri fyrirtæki líklegri til að losa sig við starfsfólk og því má gera ráð fyrir um 0,5% fækkun starfsmanna hjá þessum fyrirtækjum á næstu 6 mánuðum, eða um 150 manns. Fjölgun starfsmanna er áformuð í sérhæfðri þjónustu og verslun, en fækkun í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi

Mikill meirihluti telur sig búa við vannýtt framleiðslu- og þjónustugetu, en 70% svarenda töldu svo vera. Sérstaklega voru það stjórnendur í millistórum fyrirtækjum sem töldu sig geta bætt við framleiðsluna með stuttum fyrirvara. 27% stjórnenda telja að fjárfestingar verði meiri á þessu ári en í fyrra og er það örlítil hækkun frá fyrri könnun. Á móti telja 21% að fjárfestingar verði minni í ár. Mest aukning fjárfestinga kemur fram í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu en þar á eftir í iðnaði. Mun fleiri stjórnendur í sjávarútvegi telja fjárfestingar minnki á árinu en að þær aukist.

Að meðaltali gera stjórnendur ráð fyrir að stýrivextir Seðlabankans muni hækka upp í 8,1% eftir 12 mánuði, en síðasta febrúar var niðurstaða sömu spurningar að þeir yrðu 6,9%. Rúmlega helmingur svarenda telur að gengi krónunnar muni veikjast á næstu 12 mánuðum, en 31% telja að það verði óbreytt. 16% segja að krónan muni styrkjast.

Capacent gerir reglulega könnun hjá stærstu fyrirtækjum landsins miðað við heildarlaunagreiðslur. Í úrtakinu í þetta skiptið voru 421 fyrirtæki og var svarhlutfall 55%, eða 233 fyrirtæki.

Vísitala efnahagslífsins
Vísitala efnahagslífsins Samtök atvinnulífsins
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK